Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Blogg blogg blogg

Sælt veri fólkið!!
Við erum komin með blogg setti tengil á það hér til hliðar ásamt því að breyta tenglinum á bloggið hja Sigga og Örnu.
Annars er allt gott að frétta af okkur skólinn byrjaður og við svona að mestu leiti búin að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni okkar. Sem er bara mjög fín fyrir utan kannski að í annarlegu ástandi er erfitt að komast upp í rúm og þegar maður vaknar í spreng er erfitt að ná niður af þriðju hæð niður á fyrstu til að fara á klóið. Við höfum nú reyndar ekki lent í því hingað til að komast ekki upp í rúm eða á klósettið. Er að vinna í því að koma inn myndm af íbúðinni okkar svo þið getið öll skoðað hana, þið hafið auðvitað áhuga á því!!!
Læt hérna fylgja með upplýsingar um hvernig er hægt að ná í okkur ef þið skilduð þurfa þess.
Þórhildur Gsm; 50129952
Tryggvi Gsm; 22935399
Heimasími; 77425815
landsnúmerið er 45
Heimilisfangið okkar er svo
P.O.Pedersen kollegiet
Haraldslundvej 38, lejl. 215
2800 Kgs. Lyngby

e-mail: thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com
tryggvij@gmail.com

Jæja núna ættuð þið örugglega að geta náð í okkur.

Kv Þórhildur

mánudagur, ágúst 29, 2005

Bandý í vetur

Sælar!

Við verðum með tíma í Fífunni á þriðjudagskvöldum kl. 22:00. Það er nægur tími til að koma sér í form fyrir fyrsta tíma því hann er ekki fyrr en 20. september út af sjávarútvegssýningunni. Til að sjá hve margir ætla að vera með væri fínt ef menn myndu skrá sig hér.

Kveðja,
Bandý-Beggi

sunnudagur, ágúst 28, 2005

Ný heimasíða!

Blessuð öll.

Ég vil bara benda á það að við erum komin með nýja heimasíðu.
www.spaces.msn.com/members/arnaogsigurdur

Þessi síða er miklu flottari og þægilegri en hin. Það eina er að þið þurfið að logga ykkur inn ef þið ætlið að commenta en þá gerið þið það bara eins og á MSN. Þið hljótið að finna út úr því.

Bið að heilsa öllum heima,
Bæ í bili
Arna

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

BANDÝ

Sælir Bandý iðkendur nær og fjær!

Ég vil byrja á að þakka fráfarandi formanni, Bandý-Bjössa, fyrir frábært starf. Hans verður sárt saknað. Án Bjössa hefðum við aldrei kynnst þessari göfugu íþrótt. Megi hann lengi lifa! Húrra, húrra, húrra!

Nú erum við að missa marga af okkar sterkustu leikmönnum út í atvinnumennsku (eða var það nám?). Því þurfum við hin sem eftir erum að taka höndum saman og vera dugleg að mæta á æfingar í Fífunni því ekki viljum við þurfa að leita að mannskap út fyrir bekkinn. Síðasti tíminn okkar er á morgun fimmtudag kl. 21. Síðan þurfum við að finna okkur nýjan tíma. Við getum einungis valið úr tveimur tímum í Fífunni í vetur, þriðjudögum kl. 22:00 og fimmtudögum kl. 22:00. Þeir sem vilja hafa áhrif á hvor tíminn verður fyrir valinu verða að mæta í Bandý annað kvöld þar sem það verður ákveðið.

...já, og þeir sem ætla að mæta skrá sig kannski í commenta-kerfið

Kveðja,
B.B. King (a.k.a. Bandý-Kóngurinn)

P.s.
Meðfylgjandi mynd sýnir að allir geta stundað bandý, ekkert væl hjá frændum okkar Svíum

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Blogg

Sælar!
Mér finnst það nú alveg rakið að þar sem fólk fer að týnast út að það fari að fleygja inn færslum hingað, svona aðeins að leyfa okkur hinum að upplifa útlandið með augum íslendingsins. Einnig ef fólk er með blogg að kommenta og segja frá því eða skrifa hér og plögga bloggið um leið.
Annars eru 2 nætur, þegar þetta er skrifað, þangað til ég fer til Köben og viku síðar verð ég kominn í The Bachelor Pad á William Demant Kollegiinu. Ég fékk semsagt framleigt herbergi og þetta sá ég þegar ég kom aftur í vinnuna eftir að hafa verið koma úr prófi þar sem mér gekk mjög vel í, þannig að seinasti föstudagur fer í sögubækurnar sem mjög góður föstudagur. Annars þá er stefnan tekin á að hætta þessum 5 daga bloggstatus sem hefur verið og reyna að blogga daglega eða með einum degi á milli. Mikil loforð ég veit en ég vonandi stend undir því og vonandi verður Danmörk það áhugaverð að um eitthvað verður að blogga.

Að lokum vil ég bara óska Beggalicious til hamingju með að klára HÍ þar sem ég veit að hann stóð sig mjög vel í sínu síðasta prófi, sem var sama próf og ég fór í.

Kveðja,
Óttar

Lífið í Ithaca

Jæja gott fólk þá erum við komin til Ithaca NY. Hérna er ótrúlega gott að vera og gott veður. Þó er aðeins kaldara í dag og í gær en aðra daga. Það er allavega hægt að vera í fötum núna.
Mig langaði bara að láta ykkur vita sem hafið áhuga að ég er búin að setja smá ferðasögu og svona á netið.
Slóðin er: www.arnaogsigurdur.blogspot.com

Þið megið svo endilega láta mig vita hvernig maður gerir þetta meira fansí því ég er algjör auli í svona :)

Kveðja frá sólinni í Bandaríkjunum,
Arna

mánudagur, ágúst 22, 2005

Bandý Uppgjör

Ég er búinn að senda skeyti á HÍ E-mail allra, varðandi greiðsluna fyrir bandý salinn hingað til. Þetta eru einverjir smáaurar per mann, en ég tók bara fastaverðið, 3500 kr fyrir skiptið, og deildi því á alla sem mættu í hvert skipti.

Annars fer ég til Minnesota næsta fimmtudag svo ég setti inn link á bloggið mitt hér á spássíunni ef einhver hefur áhuga á að skoða það.

Tilvitnun dagsins:
If you get invited to your first orgy, don't just show up nude. That's a common mistake. You have to let nudity "happen."

Kveðja
Addi H

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Bandý

Ég vill minna á bandý í kvöld klukkan 9, þetta er síðasta skiptið sem Bandý Bjössi spilar með í bili. Svo ef einhver á óuppgerðar sakir við kvikindið, þá er þetta síðasta tækifærið til að ná sér niðri á honum.

Í kvöld eftir leikinn sendi ég á alla yfirlit yfir hvað hver og einn skuldar fyrir salinn. En Beggi (a.k.a. B.B. King) hefur boðist til þess að taka að sér skipulag bandýsins í vetur. Stefnan er á að halda þessum sal ef áhugi er fyrir því.


Anyway, Bandý í kvöld, . Be there or be square!

Kveðja
Bandý Bjössi

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Myndir frá myndakvöldi...

...eru loksins komnar á vefinn svo að allir geta náð í þær. Þær eru geymdar á vefsvæði innanlands þannig að fólk ætti að geta verið óhrætt við að niðurhala þeim.
Einnig er gott að benda á það að þetta eru zip skrár þannig að fólk þarf að kunna að brúka svoleiðis.

Kveðja,
Óttar

Djamm leiðbeiningar

Ég rakst á þetta á b2.is um daginn, og hugsaði með mér að nú þegar svona margir eru að fara til útlanda að læra veitti ekki af einhverskonar vegvísi í djamminu.




Athugið sérstaklega að blanda ekki saman sauðfé og sveppum.

Kveðja
Addi

mánudagur, ágúst 15, 2005

Skemmtileg auglýsing

Sælt veri fólkið!
Takk fyrir síðast. Nú fer að líða að því að við yfirgefum klakann, bara fjórir dagar þangað til (förum á föstudaginn 19 ágúst). Þetta er allt að bresta á og er mjög spennandi.
En tilgangurinn minn með þessum skrifum var nú aðallega að benda ykkur á þessa stórsniðugu auglýsingu:
http://www.bigad.com.au/
Vona að þið skemmtið ykkur yfir henni.
Kv Þórhildur

Takk fyrir komuna

Jæja nú ættu allir að vera búnir að jafna sig eftir drykkju helgarinnar (ef ekki þá ættuð þið að lesa "Er ég alki?" bæklinginn frá Vogi). Hvort heldur sem er þá þökkum við öllum fyrir komuna og vonum að allir hafi skemmt sér jafn vel og við gerðum.

Takk fyrir okkur

Arna og Sigurður

laugardagur, ágúst 13, 2005

Þeir eiga afmæli í dag....

Þeir eiga afmæli í dag.
Þeir eiga afmæli í dag.
Þeir eiga afmæli Addi og Gunni.
Þeir eiga afmæli í dag!

Hjartanlega til hamingju með afmælið Addi og Gunni!

Og takk allir fyrir frábært partý og djamm í gær.

Kær kveðja,
Hidda

fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Brandý...

Sælaaaaaar...

Þar sem Bjössi Hjörtur er upptekinn þessa stundina (þunnur grunar mig..) þá hef ég tekið að mér að minna á bandýið í kveld.

BANDÝ kl. 21:00 (punktlich!) einhvers staðar í Kópavoginum.

Tapliðið tekur 20 armbeygjur með bjórkassa á bakinu...

Þeir sem ætla sér að mæta skrifa kannski í komment kannski..

Dabbi

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Úglönd

Hæhæ

Hvenær eru þeir sem eru að fara til útlanda að fljúga út og hvenær byrjar skólinn hjá ykkur? Ég flý land 30. ágúst og KTH byrjar daginn eftir, maður þarf bara að nýta daginn til þess að finna pleisið :-) Þessa dagana stend ég í því að selja allar eigur mínar, búinn að selja íbúðina, er að reyna að pranga ísskápnum inná vini og að shæna bílinn til áður en ég auglýsi hann. Vantar einhverjum Lancer '94 í góðu lagi ? :-)

PS.
Heill sé Tryggva, greiðanda blaðapeninga, þetta var eitthvað sem maður var eiginlega búinn að gleyma svo það kom skemmtilega á óvart að fá bara allt í einu einhvern pening..

Kv.
Einar Eiðs.

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Lost

Sæl öllsömul!
Þar sem maður er að fara að yfirgefa klakann eftir nokkrar vikur og maður veit aldrei hvort Baunirnar séu að sýna Lost þá er ég að leita að einhverjum sem á þætti 20-25 annað hvort á harða diskinum eða á DVD diski og ég mætti nálgast hjá viðkomandi. Þannig að endilega kommentið ef þið eigið þetta efni tiltækt.

kveðja,
Óttar

Íslenskur Bachelor

Ég fékk allsérstaka símhringingu í dag frá dömu í Sagafilm. Hún var að spyrja hvort ég gæti komið í prufu vegna e-s Bachelor þætti sem sem á að fara í gang. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hana hvort hún væri að gera grín. Hún sagði svo ekki vera og sendi mér umsóknina hálf svekkt yfir því að ég vildi ekki mæta.

Ég er nokkuð viss um að e-r innan þessa hóps hafi gert þennan skondna hrekk og ætla að birta umsóknina.

From: Hera Ólafsdóttir [mailto:hera@sagafilm.is]
Sent: 9. ágúst 2005 10:04
To: jam@hi.is
Subject: umsókn Bachelor

Date :
06.08.2005
Gender :
male
Nafn:
Jón Atli Magnússon
Heimilisfang:
Heiðarbrún 2
Póstnúmer:
415
Bæjarfélag:
Bolungarvík
Heimasími:
Vinnusími:
Farsími:
8679668
Fax:
Netfang:
jam@hi.is
Fæðingardagur:
080379
Aldur:
25
Hæð:
180
Þyngd:
78
Háralitur:
dökkur
Augnlitur:
blár
Hvernig fréttir þú af leitinni?

Utvarp
on
Sjónvarp
Tímarit/dagblöð
Annað, útskýrðu
Ertu þessa stundina:
í fullri vinnu
atvinnulaus
í hlutastarfi
nemi
on
Starfsheiti:
Nemi
Hver er menntun þín?
Mjög góð
Prófgráður:
Er að klára vélaverkfræði
Skólar:
Tel bara upp þann sem ég er að klára Háskóli Íslands
Hefurðu komið fram í sjónvarpi, útvarpi eða í kvikmyndum?
Ja
Ef já, útskýrðu þá stuttlega með hvaða hætti:
Ísland í dag, þáttur um uppfinningar í vélaverkfræði, var dálítið ruglingslegur því ég var búinn að vaka alla nóttina að vinna að verkefninu en ég er samt sem áður alvöru sjarmör :)
Hefurðu tekið þátt í leiklistar eða dansnámskeiðum?
Nei
Hefurðu verið giftur?
Nei
Ef svarið er já, hve oft?
Hefurðu skilið?
Nei
Ef svarið er já, hve oft?
Áttu börn?
Nei
Ef svarið er já, hve mörg?
Ertu alvarlega að íhuga að gifta þig?
Ja
Útskýrðu hvers vegna þú getur hugsað þér að kynnast lífsförunauti þínum í þessum sjónvarpsþætti?
Ég er búinn að þekkja margar dömur í gegnum tíðina, en aldrei fundið þessa tilfinnigu sem fær menn til að staldra við og spyrja sig "Er þessi sú rétta til að eyða ævinni með? ". Nú er kominn sá kafli í lífiinu að ég fari að staldra við og finni þá réttu fyrir mig. Ég hef fulla trú á því að þessi þáttur sé rétti vettvangurinn til að finna þá einu sönnu og vona þvi að ég verði valinn.
Hvað hefurðu verið í mörgum alvarlegum samböndum?
1
Hver er helsta ástæða þess að sambandið/samböndin gengu ekki upp?

Það er engin ein skýring en í þessu tilfelli var ástæðan sú að við komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að við pössuðum ekki saman svo ekki sé farið nánar út í það.
Hvar ólstu upp?
Bolungarvík
Hver eru helstu áhugamál þín?
Útivist, sport, fjármál, menning, tónlist og fleira.
Nefndu helstu kosti þína og galla:
Kostir: Rómantískur, sjálfstæður, einlægur, heiðarlegur og orðheldin. Auk þess sakar ekki að fyrri rekkjunautar hafa lýst mér góðum í bólinu. Gallar: Fyrir mig að vita og hina einu sönnu að komast að.
Hvaða þrjú lýsingarorð lýsa þér best?
Jákvæður, fyndinn, heiðarlegur og svo lengi mætti telja
Hverju ertu stoltastur af í lífinu?
Árangri mínu í lífinu. Ég hef gert mitt besta og það er ekki hægt að gera betur en það.
Hvað gerir þig að frábærum eiginmanni?
All of the above.
Hvað gerir þig hæfastan til þess að verða eftirsóttasti piparsveinn Íslands ?
Ég er ekki Logi Bergmann þannig ég er samkvæmt könnunum ekki kynþokkafyllsti landsins en miðað við sem stendur sem hér fyrir ofan og sést hefur á myndum stenst ég þær kröfur by far.


Greinilegt er að einhver hefur lagt mikla vinnu í þetta og á hrós skilið fyrir góðan hrekk.

mbk, Jón Atli

Partý smartý

Eins og þið öll eigið að vita verður partý næstkomandi föstudag. Mæting um kl. 18:30. Það verður hiti í grillinu og boðið verður upp á kartöflur, sósu og salat. Þið berið sjálf ábyrgð á grillmat og drykkjarföngum.

Það væri ágætt að fá smá feedback á það hvort þið komið í grillið svo það
verði nú örugglega nóg til.

Sjáumst hress á föstudaginn.

Kveðja Arna og Sigurður

mánudagur, ágúst 08, 2005

Kokkurinn

Jæja nú hefur hann fengið sitt tækifæri. Ég talaði við hann í vikunni fyrri verslunarmannahelgi og hann ætlaði að láta okkur fá salinn 11. ágúst. Hann þurfti samt sem áður að fá samþykki frá samstarfsaðila sínum. Hann bað mig því að hringja í sig eftir kvöldmat sem ég og gerði en hann svaraði ekki frekar en fyrri daginn. Þannig að ég hringdi aftur um morguninn þ.e. föstudaginn og hann svaraði ekki þá heldur. Hann hringdi svo í mig og sagðist vera á leiðinni í vinnuna hann ætlaði að hringja aftur þegar hann kæmi. Það kom hádegi og ekkert heyrðist frá kallinum. Seinnipartinn hringdi ég því í hann en hann svaraði ekki. Þannig að ég er búin að vera að hringja í hann alla síðustu viku svona þrisvar á dag en hann hefur ekkert svarað. Nú nenni ég ekki meir og ætla að senda honum póst þar sem ég lýsi því yfir að hann er búinn að klúðra þessu og að við viljum ekkert halda neitt partý. Það er líka orðið of seint að fara að reyna að auglýsa það núna.
Nú langar mig bara að fá uppástungur um e-mail sem ég get sent honum.
Mig langar að segja honum það svona óbeint að hann sé skíthæll.

Arna

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Ég er stelpan sem starði á hafið, bla bla bla. Ég þori eiginlega ekkia að skrifa því ég er fullur en ég er að kveðja Sigurð í kvöld og rosalegt mætið um næstu helgi, og kveðjið kvikindið gaman að honum. Þótt hann sé bubba fan þá gerir það ekki svo mikið en haldið alvöru partý til alvöru besta félaga sem getur.

kv. Þorsteinn S.

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Bandý

Sæl,

Ég skemmti mér mjög vel í bandý síðasta fimmtudag en held að það veiti ekki af því að fara aðeins yfir nokkrar reglur leiksins:

1. Það er bannað að taka með höndum á boltanum, kylfu andstæðings og auðvitað andstæðingnum sjálfum.

2. Það má ekki snerta boltann með fótunum tvisvar í röð eða oftar og bannað er að gefa boltann og skora með fótunum.

3. Það má ekki fara með kylfuna yfir mitti.

4. Það má alls ekki fara með kylfuna yfir mitti.

5. Ekki má setja kylfuna milli fótanna á andstæðing eða lemja viljandi í kylfuna hans.

6. Það er bannað að kasta kylfunni.

7. Leikmaður sem situr eða liggur niðri má ekki stoppa eða leika boltanum.


Hverjir ætla annars að mæta á morgun?

Kveðja
Bandý Bjössi