Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

BANDÝ

Sælir Bandý iðkendur nær og fjær!

Ég vil byrja á að þakka fráfarandi formanni, Bandý-Bjössa, fyrir frábært starf. Hans verður sárt saknað. Án Bjössa hefðum við aldrei kynnst þessari göfugu íþrótt. Megi hann lengi lifa! Húrra, húrra, húrra!

Nú erum við að missa marga af okkar sterkustu leikmönnum út í atvinnumennsku (eða var það nám?). Því þurfum við hin sem eftir erum að taka höndum saman og vera dugleg að mæta á æfingar í Fífunni því ekki viljum við þurfa að leita að mannskap út fyrir bekkinn. Síðasti tíminn okkar er á morgun fimmtudag kl. 21. Síðan þurfum við að finna okkur nýjan tíma. Við getum einungis valið úr tveimur tímum í Fífunni í vetur, þriðjudögum kl. 22:00 og fimmtudögum kl. 22:00. Þeir sem vilja hafa áhrif á hvor tíminn verður fyrir valinu verða að mæta í Bandý annað kvöld þar sem það verður ákveðið.

...já, og þeir sem ætla að mæta skrá sig kannski í commenta-kerfið

Kveðja,
B.B. King (a.k.a. Bandý-Kóngurinn)

P.s.
Meðfylgjandi mynd sýnir að allir geta stundað bandý, ekkert væl hjá frændum okkar Svíum