Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Blogg

Sælar!
Mér finnst það nú alveg rakið að þar sem fólk fer að týnast út að það fari að fleygja inn færslum hingað, svona aðeins að leyfa okkur hinum að upplifa útlandið með augum íslendingsins. Einnig ef fólk er með blogg að kommenta og segja frá því eða skrifa hér og plögga bloggið um leið.
Annars eru 2 nætur, þegar þetta er skrifað, þangað til ég fer til Köben og viku síðar verð ég kominn í The Bachelor Pad á William Demant Kollegiinu. Ég fékk semsagt framleigt herbergi og þetta sá ég þegar ég kom aftur í vinnuna eftir að hafa verið koma úr prófi þar sem mér gekk mjög vel í, þannig að seinasti föstudagur fer í sögubækurnar sem mjög góður föstudagur. Annars þá er stefnan tekin á að hætta þessum 5 daga bloggstatus sem hefur verið og reyna að blogga daglega eða með einum degi á milli. Mikil loforð ég veit en ég vonandi stend undir því og vonandi verður Danmörk það áhugaverð að um eitthvað verður að blogga.

Að lokum vil ég bara óska Beggalicious til hamingju með að klára HÍ þar sem ég veit að hann stóð sig mjög vel í sínu síðasta prófi, sem var sama próf og ég fór í.

Kveðja,
Óttar