Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Bandý

Sæl,

Ég skemmti mér mjög vel í bandý síðasta fimmtudag en held að það veiti ekki af því að fara aðeins yfir nokkrar reglur leiksins:

1. Það er bannað að taka með höndum á boltanum, kylfu andstæðings og auðvitað andstæðingnum sjálfum.

2. Það má ekki snerta boltann með fótunum tvisvar í röð eða oftar og bannað er að gefa boltann og skora með fótunum.

3. Það má ekki fara með kylfuna yfir mitti.

4. Það má alls ekki fara með kylfuna yfir mitti.

5. Ekki má setja kylfuna milli fótanna á andstæðing eða lemja viljandi í kylfuna hans.

6. Það er bannað að kasta kylfunni.

7. Leikmaður sem situr eða liggur niðri má ekki stoppa eða leika boltanum.


Hverjir ætla annars að mæta á morgun?

Kveðja
Bandý Bjössi