Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Heitasti staðurinn um versló

Einhver spurði hvað menn ætluðu að gera um verslunarmannahelgina. Ég vil benda þeim sem ekki vita hvað þeir ætla að gera að hin árlega útihátíð Halló Beggi fer fram í fyrsta og hugsanlega eina skiptið um helgina. Hátíðin verður haldin í sól og blíðu í huggulegu hverfi í útjaðri Akureyrar. Dagskrá hefur ekki verið ákveðin endanlega en allavegana verður eldur í grillinu alla helgina og aldrei að vita nema hressir trúbadorar troði upp með fallegu gítarspili. Heyrst hefur að Nói ofurköttur sé að æfa nýtt atriði sem hann ætlar að frumsýna um helgina. Fregnir herma að Herra Svalur verði á svæðinu og nær svalleiki hans víst hámarki á miðnætti á laugardeginum. Einungis örfáir boðsmiðar eru eftir. Þeir sem ekki vilja missa af þessu einstaka tækifæri ættu því næla sér í slíkan hið snarasta á bergurbe@hi.is eða í commentakerfinu hér að neðan. Þeir sem ekki ná miða geta þá bara farið á hina hátíðina sem ég verð með, en hún var reyndar meira hugsuð fyrir fjölskyldufólk.

Kveðja,
Bergur