Pulsusalarnir og Vélmennin

laugardagur, júlí 23, 2005

Snilldar myndakvöld

Ég vildi bara þakka fyrir snilldar myndakvöld. Það hefðu fleiri mátt mæta en það var mjög góðmennt þarna. Addi Pimp fær mikið hrós fyrir að leyfa okkur að halda þetta þarna og fyrir afnot af grilli. Svo er stefnan sett á að setja myndirnar á eitthvað svæði þar sem allir geta náð í þær og linkurinn verður settur þá hér inn á síðuna.

Að lokum vil ég segja að það uppgötvaðist í gær afhverju Addi fer alltaf á Kaffibarinn. Þegar labbað er beinustu leið niður í bæ frá Adda er fyrsti staðurinn sem komið er að, Kaffibarinn og þeir eru farnir að þekkja að þarna er mr. big spender á ferð þannig að hann er orðinn vip kúnni, svo hann komist fyrr inn og fari að eyða.

Kveðja,
Óttar