Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, júlí 18, 2005

Myndakvöld og bandý

Ég var að tala við Matlab-Arnar einnig þekktur sem Bandý-Bjössi um það hvort hægt væri að halda myndakvöld í þriðja árs stofunni. Hann taldi svo ekki vera þar sem húsvörðurinn er orðinn svarinn óvinur þeirra Dabba og myndi eflaust setja út á það fengi fólk sér bjór (sem ég myndi halda að fólk myndi gera). Hann kom því með þeim mun betri hugmynd um að halda þetta heima hjá sér, hann býr rétt hjá Kvennó, á föstudaginn og þá væri hægt að hafa myndakvöld og tjútt. En hann vildi minni á að þá gildi "þröngt mega sáttir sitja". Þ.a. með þessum pósti er ég að athuga hvernig stemmning er fyrir því að halda myndakvöld og tjútt á föstudaginn heima hjá honum? Endilega kommentið hvort þið gætuð komið.
Varðandi myndirnar þá velur fólk 20 bestu myndirnar hjá sér, kemur til Adda og hann hefur lappann tengdan við sjónvarpið.

Að lokum vil ég einnig minna á bandýið á fimmtudaginn klukkan 9.

Kveðja,
Óttar