Sumarið eða þannig!
Sæl öllsömul, ég er að vinna hjá VGK, aftur, í sumar við ýmislegt smálegt. Mjög gaman samt að Tótla situr hérna við hliðina á mér og Hidda er hjá Enex á efri hæðinni. Svo við hittumst heilmikið. Þetta er frekar skrýtið sumar þar sem ég kom heim 3.júní og síðan var útskriftin svo að mér fannst ég ekki búin í skólanum fyrr en þá. Svo byrja ég aftur í skólanum 2.ágúst! Stutt sumar hjá mér. Málið er að ég mun fara í undirbúningsnámskeið fyrir meistaranám í hagfræði sem ég ætla í í haust. Ætla að taka nokkra kúrsa og vinna með hér hjá VGK og mun líklega fá stærri verkefni í vetur. Þannig munu næstu tvö árin vera hjá mér, meðan ég bíð eftir að Jónsi klári, en síðan er stefnan tekin eitthvert út í masterinn í verkfræði. Vil endilega heyra hvernig fólki líkar í hinum ýmsustu löndum :) Kveðja, Magga |