Pulsusalarnir og Vélmennin

fimmtudagur, júlí 14, 2005

Halló

Halló allir.

Mér líst rosa vel á þetta framlag hérna en við verðum samt að vera duglegri að skrifa.
Ég er að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur í sumar og var að klára sumarverkefnið mitt. Þannig að nú er ég að fara að byrja á næsta verkefni. Sumarverkefnið gekk út á það að athuga hvort hagkvæmt sé að koma upp hitaveitu Undir Eyjafjöllum og veita svo heitt vatn þarna um sveitina í Landeyjar og Fljótshlíð. Ég er búin að komast að því að það er ekki hagkvæmt.
Er svo ekki alveg komin inn í næsta verkefni en það verður um hitaveitur í Bláskógabyggð. Það verður svona hagkvæmnisathugun líka.
Svo er bara stefnan sett á USA eftir rúman mánuð. Þetta gerist svo hratt finnst við vera nýkomin úr ferðinni og svo er maður bara að fara aftur og sumarið búið.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni.

kv. Arna