Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Vinnan

Jæja það er flott að vera komin með eitthvað svona í gang og MSN dæmið var sniðugt líka.

Svo ég segi örstutt frá minni vinnu þá var ég fengin til að endurskipuleggja álestur í hverfum Orkuveitu Reykjavíkur. Nú álestur reyndist bara vera í hinu besta lagi og þurfti ekki mikið að endurskipuleggja þannig að vinna mín í þessu verkefni, sem ég er búinn með, fólst aðallega í því að búa til svona möppu þar sem allar upplýsingar sem deildin þarf að hafa er í, má þar nefna heiti gata í hverfi, fjöldi mæla í því hverfi og fjöldi mæla í heild, excel vinna í raun.
Svo í gær var ég að byrja í nýju verkefni og þá fyrir hina svokölluðu fjórðu veitu. Fjórða veitan sér um ljósleiðaravæðingu og mitt verkefni er t.d. að teikna skýringarmyndir í Visio fyrir skilgreiningarskjal sem er verið að búa til um þetta allt og svo á ég að finna út hvernig skuli merkja ljósleiðara þannig að auðvelt sé að fylgjast með hver á hvaða ljósleiðara eða eitthvað í þá veruna. Þannig að þetta er svolítið frumkvöðlastarf sem er ekki leiðinlegt.

Svo í haust er stefnan sett á DTU og að klára BSc. þar.

Kveðja,
Óttar