Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, júlí 18, 2005

Mæli með Madagascar

Sæl og blessuð!

Ég fór í bíó í gær með bræðrum mínum. Sá litli er 9 ára svo Madagascar varð fyrir valinu. Hún var bara þrælfín svo ég skora á þá sem eiga lítil systkyni að drífa sig í bíó með þeim. Við fórum á íslenskt tal og mér fannst það ekkert skemma fyrir þó svo enskt sé örugglega skemmtilegra.

Ég var að komast að því að ég þarf að kynna verkefnið mitt (sem ég var að klára hérna í orkuveitunni) í stóra fundarsalnum þar sem fyrirlestrarnir í vísindaferðunum voru haldnir. Þetta verður víst opið fyrir alla. Get nú ekki sagt að ég hlakki til.

Eitt sem ég ætlaði líka að koma á framfæri fyrst ég er nú að þessu á annað borð að þá hef ég ekkert heyrt frá elsku kokkinum okkar. Ég efast stórlega um að ég eigi eftir að gera það þrátt fyrir nokkrar ítrekanir í tölvupósti. Þannig að spurningin er bara hvort við eigum ekki bara að senda honum póst svona í lok sumars og lýsa yfir óánægju okkar gagnvart honum. Láta hann heyra það að orð hans hafi verið innantóm og framkoma óásættanleg.

Arna