Pulsusalarnir og Vélmennin

föstudagur, júlí 22, 2005

Who would have thought!

Haldiði ekki að kokkurinn hafi bara svarað. Hérna er bréfið sem ég sendi og svarið frá honum ég bara verð að deila þessu með ykkur.
Nú vil ég bara fá að vita hvenær við viljum halda partýið. Ég myndi segja að það yrði að gerast mjög fljótlega þ.e. ef við viljum ennþá halda það eftir allt saman.

Sæl Arna.
Afsakaðu að ég hef ekki svarað þér en ég er búinn að vera í fríi,
Hvaða dagar koma til greina hjá ykkur svo ég geti fundið eitthvað laust..
Hvað verðið þið cirka mörg...
Þetta verður ekkert mál, bara spurning um að finna dags.
Mbk
Axel Óskarsson

-----Original Message-----
From: Arna Lind Sigurðardóttir [mailto:arnasi@hi.is]
Sent: 22. júlí 2005 09:16
To: axel@kokkuranbumbu.is
Subject: v/ Iðusalar

Sæll Axel,
Arna heiti ég og er verkfræðinemi. Þú lofaðir okkur Iðusalnum eftir
kennarafagnaðinn sem var í janúar.
Nú fer að líða að lokum sumars og þar sem við vorum öll að útskrifast fer
fólk að týnast úr landi. Það var ástæðan fyrir því að ég vildi panta
salinn í sumar.
Þannig að ef þú ætlar að standa við orð þín þá vil ég endilega fara að
heyra frá þér sem allra fyrst. Því eins og ég segi þá mun þetta annars
detta upp fyrir og þá stöndum við eftir mjög ósátt við þinn hluta
samkomulagsins.
Með fyrirfram þökk,
kv. Arna