Pulsusalarnir og Vélmennin

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Hej hej, hvordan går det??

Sælt veri fólkið.
Það er sumar og þá er nóg að gera. Fyrir utan að vinna þarf maður auðvitað að fara í útilegur, halda sambandi við vinina (sem maður er ekkert allt of duglegur að hitta á veturna) fara í allar sundlaugar bæjarins, hjóla um bæinn og allt hitt.
Ég er að vinna hjá VGK eins og Magga sagði ykkur, ég er aðallega að teikna í Inventor og AutoCad og það er fínt. Er reyndar ekki viss um að ég vilji vinna svona vinnu í framtíðinni. Ég myndi vilja hafa meiri samskipti við fólk. Hérna sitja flestir í sínu horni í sinni tölvu og vinna að einhverjum verkefnum, kannski er það þannig á flestum stöðum.
Við Tryggvi erum á leiðinni til Danmerkur í haust, nánar tiltekið 19 águst klukkan 15:30. Þar ætlum við að stunda nám við DTU eins og nokkrir aðrir. Við erum búin að fá íbúð á POP kollegiinu sem er í Lyngby, nokkra km frá skólanum. Íbúðin er á tveimur hæðum og krakkarnir sem búa þar núna bjuggu til svefnloft á efrihæðinni hjá sér og við ætlum að taka við þvi þannig að í raun erum við að fara að flytja í 3. hæða íbúð :). Við erum að borga leigu frá 1. águst og það er pínu svekkjandi að vera ekki að fara út þá. En ætli maður hafi ekki gott af því að vinna og safna smá pening áður en maður fer.
Seinustu helgi fór ég í Rafting í Jökulsá Austari. Það var ótrúlega skemmtilegt, svolítið scary á tíma þegar Tryggvi dat út í og var komin lengst niður ána á undan okkur, ég verð að viðurkenna að ég var orðin ansi hrædd um hann en hann bjargaðist alveg, var bara búin að rífa þurgallan sinn þegar við náðum honum loksins upp úr svo hann varð ansi blautur.
Hvað ætlið þið að gera um verslunarmannahelgina??
Ég veit ekki hvað ég ætla að gera, allar hugmyndir vel þegnar.

Ef þið komið til Kaupmannahafnar þá verðið endilega að kíkja í heimsókn,
heimilisfangið er:
Haraldlundsvej 38, lejlighed 215
2800 Lyngby
Danmark
Ég er komin með nýtt e-mail
thorhildur.thorkelsdottir@gmail.com

Hlakka til að sjá ykkur í BANDÝ í kvöld og í party hja Adda á morgun

Þórhildur