Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Fréttaskot úr OR húsinu!

Eins og flestir vita sem hafa komið í vísindaferð til OR þá er staðsettur í miðrými hússins Focault pendúll. Ari Ólafsson eðlisfræðigúru hafði umsjón með að setja hann upp og gerði það í samstarfi við einhvern listamann sem hefur eflaust fengið hugmyndina en ekki vitað hvernig eðlisfræðin á bakvið svona apparat virkar. Nú fleiri vita eftir að hafa verið í aflfræði hjá Halldóri Björnssyni að pendúllinn nær ekki að halda fullu útslagi, því það verður dempun, án þess að vera knúinn áfram á einhvern hátt. Þess vegna er staðsett apparat efst sem knýr strenginn áfram þannig að pendúllinn getur náð fullu útslagi (ég vona að ég sé ekki að bulla hérna, þið leiðréttið mig þá bara). Af hverju er ég að segja ykkur þetta? Jú vegna þess að áðan þegar ég átti leið mína framhjá pendúlnum tók ég eftir því að pendúllinn var ekki að ná fullu útslagi. Ekki náðist í Ara Ólafsson til að spyrja hann út í hvað væri í gangi með pendúlinn en undirritaður telur að apparatið sem knýr pendúlinn áfram sé bilaður og pendúllinn sýni þess vegna þessa dempun sem ég ræddi um í upphafi. Áfram verður fylgst með þessu og má búast við frekari fréttum þegar fleiri upplýsingum hefur verið aflað.


Svona að öllu gamni slepptu þá langaði mig líka að segja ykkur frá hvað var gert í hádeginu hérna. Á matseðli vikunnar var búið að auglýsa að það yrði soðin ýsa með lauksmjöri í dag, en svo kom tilkynning að sökum veðurblíðu hefði verið ákveðið að bjóða upp á grillmat og ís. Var boðið upp á fínasta lambakjöt, salat, bakaða kartöflur og sósur, ásamt gosi (sem gerist mjög sjaldan hér). Þó svo þetta sé snilld að þá var mesta snilldin að fólk tók sig til og náði í borð úr matsalnum og fór með út enda kjörið að borða góðan mat og worka tanið í leiðinni. OR og kokkarnir fá mikið hrós fyrir þetta og að lokum læt ég hér fylgja með mynd sem var tekin og sýnir aðstæður.

Kveðja,
Óttar