Kokkurinn
Jæja nú hefur hann fengið sitt tækifæri. Ég talaði við hann í vikunni fyrri verslunarmannahelgi og hann ætlaði að láta okkur fá salinn 11. ágúst. Hann þurfti samt sem áður að fá samþykki frá samstarfsaðila sínum. Hann bað mig því að hringja í sig eftir kvöldmat sem ég og gerði en hann svaraði ekki frekar en fyrri daginn. Þannig að ég hringdi aftur um morguninn þ.e. föstudaginn og hann svaraði ekki þá heldur. Hann hringdi svo í mig og sagðist vera á leiðinni í vinnuna hann ætlaði að hringja aftur þegar hann kæmi. Það kom hádegi og ekkert heyrðist frá kallinum. Seinnipartinn hringdi ég því í hann en hann svaraði ekki. Þannig að ég er búin að vera að hringja í hann alla síðustu viku svona þrisvar á dag en hann hefur ekkert svarað. Nú nenni ég ekki meir og ætla að senda honum póst þar sem ég lýsi því yfir að hann er búinn að klúðra þessu og að við viljum ekkert halda neitt partý. Það er líka orðið of seint að fara að reyna að auglýsa það núna.
Nú langar mig bara að fá uppástungur um e-mail sem ég get sent honum.
Mig langar að segja honum það svona óbeint að hann sé skíthæll.
Arna
Nú langar mig bara að fá uppástungur um e-mail sem ég get sent honum.
Mig langar að segja honum það svona óbeint að hann sé skíthæll.
Arna