Pulsusalarnir og Vélmennin

föstudagur, september 30, 2005

Klukkið hennar Hiddu

Hér eru tilgangslausu staðreyndirnar mínar:

  1. Ég er í blóðflokki A+ og hef gefið blóð tvisvar.
  2. Ég átti að heita Hildigunnur Halldóra Anna en þegar mamma og pabbi mættu með mig til skírnar þá fannst prestinum þetta alltof langt nafn og neitaði að skíra mig Anna. Þar af leiðandi heiti ég bara Hildigunnur Halldóra Hallgrímsdóttir Thorsteinsson.
  3. Þegar ég var lítil ætlaði ég að vera bóndi í Noregi eða Svíþjóð og rækta hunda, hesta, ketti og ávexti. Ég held að það verði ekkert úr þessum draumi mínum. Ekki nóg með að ég viti ekkert um svona ræktun þá er Óli Steinn með ofnæmi fyrir hundum, hestum og köttum þannig að þetta er eiginlega lost case.
  4. Ég lærði einu sinni á harmonikku. Þegar ég var ca 11 og bjó í LA þá kom auglýsing heim sem auglýsti kennslu á "Keyboard". Ég skráði mig á námskeiðið og bjóst við að fá kennslu á hljómborð en neeeiii. Þegar ég og mamma mættum í fyrsta tímann - sem by the way var lengst inn í Hispanic innflytjanda hverfi í LA - þá kom í ljós að um var að ræða harmonikkukennslu. Námið varði þó ekki lengi því ég fékk að hætta eftir nokkra tíma.
  5. Oftast þegar ég er úti á gangi - sem er frekar oft því við eigum engan bíl - þá er ég í leiknum "Má ekki koma við strik". Ég er samt mjög góð í að fela það þegar ég er í leiknum þannig að ég efast um að aðrir vegfarendur taki eftir þessum einkennilega vana mínum.

Ég klukka Adda Hjartars og Möggu

miðvikudagur, september 28, 2005

Klukk

Svo þessi síða breytist ekki bara í upplýsingasíðu fyrir bandý crewið, þó svo það sé ekki slæmt, þá datt mér í hug að koma af stað hér því sem fer eins og stormsveipur um bloggheima, nefnilega hið svokallaða klukk. Þetta apparat virkar víst þannig að fólk sem er klukkað segir frá 5 tilgangslausum staðreyndum um sjálfan sig og svo klukkar aðra. Þar sem það er alltaf gaman að kynnast náunganum betur, auk þess sem þetta ætti að tryggja að fólk bloggaði reglulegar hér hef ég ákveðið með að ríða á vaðið með klukkið og svo klukka ég tvo aðra í lokin. Þannig að við skulum bara hafa þetta þannig að fólk skrifi um sig og svo klukki tvo aðra, ok?
Tilgangslausar staðreyndir um mig:
1. Ég fæ næstum því verki í líkamann þegar ég sé stafsetningarvillur. Þessu vil ég kenna um uppeldi mínu og gríðarlegri áherslu MR á stafsetningu.
2. Þegar ég fæ mér lakkrískonfekt eða winegums finnst mér fátt betra en mjólk með. Lakkrískonfektið borða ég þannig að ég fæ mér einn eða tvo lakkrísgaura og svo einn marsípan gaur með því og mjólk. Winegums borða ég þannig að ég borða alla litina nema appelsínugulan því hann er ógeðslegur, svo fæ ég mér mjólk líka með því.
3. Ég á mjög auðvelt með að skammast min fyrir aðra og sérstaklega var ég slæmur þegar ég var krakki og sá aðra krakka í sjónvarpi að gera eitthvað, ég skammaðist mín fyrir þau og gat ekki horft á þau.
4. Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða forseti. Seinna meir breytti ég því í það að ég ætlaði að verða sendiherra, góð laun og endalausar veislur, hljómar ekki illa í mínum eyrum.
5. Áður en ég flutti hingað út til Lyngby hafði ég aldrei sett í þvottavél sjálfur og þvegið af mér.

Nú klukka ég Hiddu og ætla að reyna að ná Sigurjóni a.k.a. Sugar Jose líka.

kveðja,
Óttar

þriðjudagur, september 27, 2005

Æfing í kvöld

Sælar!

Bara að minna á æfinguna í kvöld kl. 22:00. Farið verður yfir leiki sunnudagsins og skoðað hvað betur mætti fara, menn dregnir til ábyrgðar og viðeigandi refsingar ákveðnar. Nú vil ég sjá menn taka almennilega á því á æfingum og sumir mættu jafnvel fara að huga að útihlaupum, nefni engin nöfn.

Kv,
BB

sunnudagur, september 25, 2005

Bandýpistill

Jæja, þá er fyrsta Íslandsmeistaramótinu í bandý lokið og er skemmst frá því að segja að FÍBL reið ekki feitum hesti frá því. Þetta byrjaði ekki gæfulega því einungis fimm FÍBL voru mætt þegar 20 mínútur voru í fyrsta leik en lágmarksfjöldi var 8 og eru 6 inni á vellinum í einu. Nú voru góð ráð dýr. Hringd voru nokkur símtöl og fyrr en varði streymdu fornar bandýhetjur að og linnti ekki látunum fyrr en FÍBL-in voru orðin tólf sem átti eftir að koma sér vel því menn entust vart lengur en þrjár mínútur í einu. Leiknir voru tveir fjögurra liða riðlar og komust tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit.

Fyrsti leikur FÍBL var gegn Babylon og var sá leikur æsispennandi en náðu FÍBL-in þó ekki að sýna sitt rétta andlit. FÍBL-in létu þó finna vel fyrir sér, voru reyndar tekin á eintal af formanni bandýnefndar ÍSÍ eftir leikinn og vinsamlegast beðin um að leika af minni hörku. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Babylon sem skoruðu sigurmarkið þegar skitnar 40 sek voru eftir af leiknum.

Annar leikurinn var gegn Viktor. Þar náðu FÍBL-in ágætis spili á köflum en voru óheppin að skora ekki. FÍBL-in voru hálf sofandi í vörninni og fengu á sig ódýr mörk. Lokatölur 5-0 fyrir Viktor.

Þriðji og síðasti leikurinn var á móti Bændaskólanum á Hvanneyri. Bændurnir sem voru með gríðarlega sterkt lið áttu ekki roð í FÍBL og voru leiknir sundur og saman, út og suður og norður og niður. Sóknarleikurinn var í hávegum hafður og gleymdu menn stundum að bakka í vörnina en það kom ekki að sök því Víkingur Nagli skellti í lás í markinu. Natural talent þar á ferð. Eitt glæsilegasta mark mótsins var einmitt í þessum leik og var það sýnt í Helgarsportinu í kvöld. Þátturinn verður endursýndur á morgun kl. 15:55. Lokatölur 9-0 fyrir FÍBL.

Babylon vann riðilinn, Viktor endaði í öðru sæti, FÍBL í þriðja og Hvanneyri í fjórða og neðsta sæti. Babylon og Viktor komust því í undanúrslit. Fregnir herma að þau hafi bæði unnið sína leiki þar og því mæst aftur í úrslitaleiknum sem Viktor vann 1-0.

Nú þurfum við bara að vera dugleg að mæta á æfingar og þá ættum við að geta unnið hvaða lið sem er á næsta móti.

Takk fyrir gott mót og lengi lifi Bandý-Bjössi,

Captain B.B. King

miðvikudagur, september 21, 2005

Íslandsmeistaramót

Sælar!

Um næstu helgi gefst einstakt tækifæri til að næla sér í Íslandsmeistaratitil. Íslandsmeistaramót í bandý verður haldið sunnudaginn 25. september í Fífunni. Áhugsamir hafi samband við bandýkempuna Arnar Inga ekki seinna en í gær því skráningarfrestur rann víst út síðastliðinn sunnudag. Koma svo, það er núna eða aldrei!

Kveðja,
BB

mánudagur, september 19, 2005

Bandý!

Sælar

Þá er loksins komið að því. Bandý í Fífunni annað kvöld, 20/9, kl. 22:00. Allir að mæta.

Kveðja,

BB

Sælt veri fólkið,
vildi bara afboða mig í bandý þar sem mér var að berast SMS með saumóskilaboðum. Þannig er að hann er líka annað kvöld svo ég mæti ekki í bandýið. Ég er farin að halda að mér sé engan veginn ætlað að mæta í þetta blessaða bandý þar sem þetta hittir alltaf illa á hjá mér.
Annars bara góða skemmtun annað kvöld og kveðja til allra "útlendinganna" sem eru að skrifa á síðunna.

kveðja,
Magga

föstudagur, september 16, 2005

London baby yeah!

Jaeja mer datt i hug ad fleygja inn einu bloggi hedan fra Lundunum thar sem eg og Sjonni erum a netkaffihusi inni i einhverju molli i hverfi sem heitir Bayswater. Eg er buinn ad vera herna i 3 daga nuna og var ad taka GRE og Toefl profin. Svo a morgun forum vid ad horfa a Charlton Chelsea og svo flyg eg heim a sunnudagskveldinu til Koben.
Sjonni er ordinn ollum hnutum kunnugur herna i London og er eg ekki fra thvi ad hann gaeti sott um starf sem guide herna naesta sumar.

miðvikudagur, september 14, 2005

München

Sælar!!
Annað kvöld fer ég til München og verð þar ótímabundið.
Meistaranámið er minnst 2 ár og já, allt á þýsku.
Skólinn heitir TUM (Technische Universität München), og hann byrjar svo 17. október og er búinn í byrjun ágúst á sumrin.
Af hverju fer ég strax út? Þarf að taka þýskupróf í næstu viku til að sýna mátt minn og megin í málinu (?), auk þess byrjar Oktoberfest á föstudaginn.
Annars mun ég leigja íbúð inni í München, með Boris Becker, sem biður natürlich að heilsa...

Auf Wiedersehen,
Dabbi

ps.
Verð með smá vefsíðu með helstu fréttum úr Bæjaralandi, tengill á spássíunni..

þriðjudagur, september 13, 2005

Fréttir frá Íslandi

Hæ hæ,

Ég var að klára bloggrúntinn á bloggum bekkjarmeðlima í útlöndum og ákvað að segja smá fréttir frá Íslandi.
Ég er bara á fullu í vinnunni og svoldið skrítið að þurfa ekkert að spá í skóladóti né heimadæmum þó það sé komið fram í September. Mér líkar ennþá mjög vel hjá Enex og það er brjálað að gera. Ég er mikið að vinna í Ameríkuverkefnunum og ef einhver þarf upplýsingar um raforkukerfið í Kaliforníu þá get ég örugglega svarað flestum spurningum um það...
Palli Vald er mættur til vinnu á skrifstofuna þannig að nú er friðurinn víst úti eins og hann segir sjálfur. Skrifstofan er strax farin að fá svona "Palla Vald lykt". Þessi sem var alltaf á skrifstofunni hans uppi í háskóla - svona einhvern veginn vindlalykt. Æi, þið fattið örugglega hvað ég á við.
Fyrir utan vinnu er frá því að segja að ég er nýkomin frá Akureyri þar sem Óli var að taka við hlutverki í leikriti. Við skruppum sem sagt í helgarferð til Akureyrar af því tilefni og ég sá hann sýna á laugardagskvöldið og síðan djömmuðum við, fórum í sund og heimsóttum ættingja. Afskaplega vel heppnuð ferð. Síðan ákvað ég að koma mér í form og er byrjuð í jóga tvisvar í viku þannig að bráðum verð ég örugglega alveg rosalega fim og liðug. Þolið verður síðan þjálfað í bandýinu sem byrjar aftur 20. sept. Gaman gaman.

Sæl að sinni,
Hidda

mánudagur, september 12, 2005

Sweet sweet Sweden

Hæ þið öll

Nú er ég búinn að búa hérna í Volvolandi í c.a. tvær vikur og hef það bara alveg fjandi gott. Ég setti upp nokkrar myndir (með kommentum) af því sem ber fyrir augu á leið minni í skólann og aðstöðunni hérna í skólanum af því að nokkrir vildu fá smá info um þetta. Slóðin er http://www.hi.is/~einareid/kth. Veðrið hérna hefur verið alveg frábært, þetta er eins og að fá bara annað sumar takk fyrir. Ég er annars búinn að vera að vesenast mikið hérna við að koma mér fyrir, sækja um kennitölu, fara í risalega risalegt Ikea og kaupa ruslapoka af dóti fyrir 3.000 kall og svona að kynnast umhverfinu hérna. Ég er með krökkum frá mörgum löndum hérna t.d. grikklandi, ítalíu, bangladesh, kína, svíþjóð, hong kong, noregi og einhverjum fleirum sjálfsagt. Er búinn að fara á nokkur svona skóladjömm, t.d. er alltaf kráarkvöld hérna á miðvikudögum (?!) þar sem að bjórinn kostar 150kall til klukkan tíu, þá kostar hann 200 kall :-) Síðan fór ég á laugardaginn í svona sumarbústað sem kth á hérna við sjóinn, þar var gufa og maður gat hoppað í gufuna og svo synt í sjónum, sem var reyndar skítkaldur eftir að dimmdi. Anyway þá er bara mjög gaman að vera hérna, endalaust eitthvað að gera og skoða plús að það léttir aðeins á mér hérna að annar af tveimur kúrsum sem ég er í núna er amk hingað til bara iðnaðartölfræði all over again, svo ég er meira að kenna hinum heldur en læra sjálfur :-)

Bless í bili
Einar Eiðs.

mánudagur, september 05, 2005

Greining 4

Sæl øllsømul!
Thessi færsla verdur mjøg dønsk thar sem ég ætla ad nota danskt ø i henni. Allaveganna tha er astæda thessara skrifa minna su ad eg er ad velta thvi fyrir mer ad taka greiningu 4 herna uti tho svo eg thurfi ekki ad taka hana. Tha er thad pælingin hja mer su ad hafa hana sem svona aukafag thad er ef eg fell tha skiptir thad ekki mali upp a thad ad eg nai ad utskrifast en ef eg næ tha er eg med thetta undir beltinu. Thannig ad eg væri til i ad heyra fra ykkur sem hafid tekid hana, teljid thid ad thetta se snidugt dæmi og eg eigi ad taka hana eda a eg bara ad vera kærulaus og taka bara thær einingar sem eg tharf? Nu vil eg ad thid kommentid sem aldrei fyrr og segid mer ykkar skodun a thessu og helst fyrir midvikudaginn :D.

Annars er nu bara allt gott ad fretta her ur danaveldi. Vedrid hefur leikid vid mann sidan madur kom herna og thad er buid ad vera mjøg gott vedur nanast sidan eg kom. Eg flutti svo inn a herbergid mitt a kollegiinu nuna i vikunni og er thetta bara mjøg gott mal. Er med frekar flottar græjur, heimabiomagnara, dvd spilara, 2 tussuhatalara og 21 tommu sony sjonvarp sem gaurinn var svo godur ad skilja eftir. Svo er allt ad gerast thvi Franz Ferdinand sem eg thvi midur missti af heima verdur herna uti 9 des sem er føstudagur og god byrjun a profum ad fara a tha en thad ætlum eg, Gunni, Tryggvi og Totla ad gera.

Ha´ det godt, hilsen
Ottar

sunnudagur, september 04, 2005

Vinsamlegast breytið linknum!

Ég er svo mikill tölvulúði að ég kann ekki að breyta linknum á heimasíðuna okkar. Málið er nefninlega það að það er ekki hægt að kommenta nema sleppa www fyrir framan. Þannig að linkur á síðuna okkar er: http://spaces.msn.com/members/arnaogsigurdur

kv. Arna

Undur og stórmerki;)

hæhæ

Þar sem ég er að fara af landi brott hef ég ákveðið að stofna blogg. Já ég lofa EKKI að vera dugleg að blogga en vona að e-ir nenni samt stundum að koma og kíkja á þetta;)

Ég er líka komin með nýtt email asdis@umail.ucsb.edu

Kv. Ásdís