Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, september 28, 2005

Klukk

Svo þessi síða breytist ekki bara í upplýsingasíðu fyrir bandý crewið, þó svo það sé ekki slæmt, þá datt mér í hug að koma af stað hér því sem fer eins og stormsveipur um bloggheima, nefnilega hið svokallaða klukk. Þetta apparat virkar víst þannig að fólk sem er klukkað segir frá 5 tilgangslausum staðreyndum um sjálfan sig og svo klukkar aðra. Þar sem það er alltaf gaman að kynnast náunganum betur, auk þess sem þetta ætti að tryggja að fólk bloggaði reglulegar hér hef ég ákveðið með að ríða á vaðið með klukkið og svo klukka ég tvo aðra í lokin. Þannig að við skulum bara hafa þetta þannig að fólk skrifi um sig og svo klukki tvo aðra, ok?
Tilgangslausar staðreyndir um mig:
1. Ég fæ næstum því verki í líkamann þegar ég sé stafsetningarvillur. Þessu vil ég kenna um uppeldi mínu og gríðarlegri áherslu MR á stafsetningu.
2. Þegar ég fæ mér lakkrískonfekt eða winegums finnst mér fátt betra en mjólk með. Lakkrískonfektið borða ég þannig að ég fæ mér einn eða tvo lakkrísgaura og svo einn marsípan gaur með því og mjólk. Winegums borða ég þannig að ég borða alla litina nema appelsínugulan því hann er ógeðslegur, svo fæ ég mér mjólk líka með því.
3. Ég á mjög auðvelt með að skammast min fyrir aðra og sérstaklega var ég slæmur þegar ég var krakki og sá aðra krakka í sjónvarpi að gera eitthvað, ég skammaðist mín fyrir þau og gat ekki horft á þau.
4. Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða forseti. Seinna meir breytti ég því í það að ég ætlaði að verða sendiherra, góð laun og endalausar veislur, hljómar ekki illa í mínum eyrum.
5. Áður en ég flutti hingað út til Lyngby hafði ég aldrei sett í þvottavél sjálfur og þvegið af mér.

Nú klukka ég Hiddu og ætla að reyna að ná Sigurjóni a.k.a. Sugar Jose líka.

kveðja,
Óttar