Fréttir frá Íslandi
Hæ hæ,
Ég var að klára bloggrúntinn á bloggum bekkjarmeðlima í útlöndum og ákvað að segja smá fréttir frá Íslandi.
Ég er bara á fullu í vinnunni og svoldið skrítið að þurfa ekkert að spá í skóladóti né heimadæmum þó það sé komið fram í September. Mér líkar ennþá mjög vel hjá Enex og það er brjálað að gera. Ég er mikið að vinna í Ameríkuverkefnunum og ef einhver þarf upplýsingar um raforkukerfið í Kaliforníu þá get ég örugglega svarað flestum spurningum um það...
Palli Vald er mættur til vinnu á skrifstofuna þannig að nú er friðurinn víst úti eins og hann segir sjálfur. Skrifstofan er strax farin að fá svona "Palla Vald lykt". Þessi sem var alltaf á skrifstofunni hans uppi í háskóla - svona einhvern veginn vindlalykt. Æi, þið fattið örugglega hvað ég á við.
Fyrir utan vinnu er frá því að segja að ég er nýkomin frá Akureyri þar sem Óli var að taka við hlutverki í leikriti. Við skruppum sem sagt í helgarferð til Akureyrar af því tilefni og ég sá hann sýna á laugardagskvöldið og síðan djömmuðum við, fórum í sund og heimsóttum ættingja. Afskaplega vel heppnuð ferð. Síðan ákvað ég að koma mér í form og er byrjuð í jóga tvisvar í viku þannig að bráðum verð ég örugglega alveg rosalega fim og liðug. Þolið verður síðan þjálfað í bandýinu sem byrjar aftur 20. sept. Gaman gaman.
Sæl að sinni,
Hidda
Ég var að klára bloggrúntinn á bloggum bekkjarmeðlima í útlöndum og ákvað að segja smá fréttir frá Íslandi.
Ég er bara á fullu í vinnunni og svoldið skrítið að þurfa ekkert að spá í skóladóti né heimadæmum þó það sé komið fram í September. Mér líkar ennþá mjög vel hjá Enex og það er brjálað að gera. Ég er mikið að vinna í Ameríkuverkefnunum og ef einhver þarf upplýsingar um raforkukerfið í Kaliforníu þá get ég örugglega svarað flestum spurningum um það...
Palli Vald er mættur til vinnu á skrifstofuna þannig að nú er friðurinn víst úti eins og hann segir sjálfur. Skrifstofan er strax farin að fá svona "Palla Vald lykt". Þessi sem var alltaf á skrifstofunni hans uppi í háskóla - svona einhvern veginn vindlalykt. Æi, þið fattið örugglega hvað ég á við.
Fyrir utan vinnu er frá því að segja að ég er nýkomin frá Akureyri þar sem Óli var að taka við hlutverki í leikriti. Við skruppum sem sagt í helgarferð til Akureyrar af því tilefni og ég sá hann sýna á laugardagskvöldið og síðan djömmuðum við, fórum í sund og heimsóttum ættingja. Afskaplega vel heppnuð ferð. Síðan ákvað ég að koma mér í form og er byrjuð í jóga tvisvar í viku þannig að bráðum verð ég örugglega alveg rosalega fim og liðug. Þolið verður síðan þjálfað í bandýinu sem byrjar aftur 20. sept. Gaman gaman.
Sæl að sinni,
Hidda