Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, september 12, 2005

Sweet sweet Sweden

Hæ þið öll

Nú er ég búinn að búa hérna í Volvolandi í c.a. tvær vikur og hef það bara alveg fjandi gott. Ég setti upp nokkrar myndir (með kommentum) af því sem ber fyrir augu á leið minni í skólann og aðstöðunni hérna í skólanum af því að nokkrir vildu fá smá info um þetta. Slóðin er http://www.hi.is/~einareid/kth. Veðrið hérna hefur verið alveg frábært, þetta er eins og að fá bara annað sumar takk fyrir. Ég er annars búinn að vera að vesenast mikið hérna við að koma mér fyrir, sækja um kennitölu, fara í risalega risalegt Ikea og kaupa ruslapoka af dóti fyrir 3.000 kall og svona að kynnast umhverfinu hérna. Ég er með krökkum frá mörgum löndum hérna t.d. grikklandi, ítalíu, bangladesh, kína, svíþjóð, hong kong, noregi og einhverjum fleirum sjálfsagt. Er búinn að fara á nokkur svona skóladjömm, t.d. er alltaf kráarkvöld hérna á miðvikudögum (?!) þar sem að bjórinn kostar 150kall til klukkan tíu, þá kostar hann 200 kall :-) Síðan fór ég á laugardaginn í svona sumarbústað sem kth á hérna við sjóinn, þar var gufa og maður gat hoppað í gufuna og svo synt í sjónum, sem var reyndar skítkaldur eftir að dimmdi. Anyway þá er bara mjög gaman að vera hérna, endalaust eitthvað að gera og skoða plús að það léttir aðeins á mér hérna að annar af tveimur kúrsum sem ég er í núna er amk hingað til bara iðnaðartölfræði all over again, svo ég er meira að kenna hinum heldur en læra sjálfur :-)

Bless í bili
Einar Eiðs.