Bandýpistill
Jæja, þá er fyrsta Íslandsmeistaramótinu í bandý lokið og er skemmst frá því að segja að FÍBL reið ekki feitum hesti frá því. Þetta byrjaði ekki gæfulega því einungis fimm FÍBL voru mætt þegar 20 mínútur voru í fyrsta leik en lágmarksfjöldi var 8 og eru 6 inni á vellinum í einu. Nú voru góð ráð dýr. Hringd voru nokkur símtöl og fyrr en varði streymdu fornar bandýhetjur að og linnti ekki látunum fyrr en FÍBL-in voru orðin tólf sem átti eftir að koma sér vel því menn entust vart lengur en þrjár mínútur í einu. Leiknir voru tveir fjögurra liða riðlar og komust tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit.
Fyrsti leikur FÍBL var gegn Babylon og var sá leikur æsispennandi en náðu FÍBL-in þó ekki að sýna sitt rétta andlit. FÍBL-in létu þó finna vel fyrir sér, voru reyndar tekin á eintal af formanni bandýnefndar ÍSÍ eftir leikinn og vinsamlegast beðin um að leika af minni hörku. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Babylon sem skoruðu sigurmarkið þegar skitnar 40 sek voru eftir af leiknum.
Annar leikurinn var gegn Viktor. Þar náðu FÍBL-in ágætis spili á köflum en voru óheppin að skora ekki. FÍBL-in voru hálf sofandi í vörninni og fengu á sig ódýr mörk. Lokatölur 5-0 fyrir Viktor.
Þriðji og síðasti leikurinn var á móti Bændaskólanum á Hvanneyri. Bændurnir sem voru með gríðarlega sterkt lið áttu ekki roð í FÍBL og voru leiknir sundur og saman, út og suður og norður og niður. Sóknarleikurinn var í hávegum hafður og gleymdu menn stundum að bakka í vörnina en það kom ekki að sök því Víkingur Nagli skellti í lás í markinu. Natural talent þar á ferð. Eitt glæsilegasta mark mótsins var einmitt í þessum leik og var það sýnt í Helgarsportinu í kvöld. Þátturinn verður endursýndur á morgun kl. 15:55. Lokatölur 9-0 fyrir FÍBL.
Babylon vann riðilinn, Viktor endaði í öðru sæti, FÍBL í þriðja og Hvanneyri í fjórða og neðsta sæti. Babylon og Viktor komust því í undanúrslit. Fregnir herma að þau hafi bæði unnið sína leiki þar og því mæst aftur í úrslitaleiknum sem Viktor vann 1-0.
Nú þurfum við bara að vera dugleg að mæta á æfingar og þá ættum við að geta unnið hvaða lið sem er á næsta móti.
Takk fyrir gott mót og lengi lifi Bandý-Bjössi,
Captain B.B. King
Fyrsti leikur FÍBL var gegn Babylon og var sá leikur æsispennandi en náðu FÍBL-in þó ekki að sýna sitt rétta andlit. FÍBL-in létu þó finna vel fyrir sér, voru reyndar tekin á eintal af formanni bandýnefndar ÍSÍ eftir leikinn og vinsamlegast beðin um að leika af minni hörku. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Babylon sem skoruðu sigurmarkið þegar skitnar 40 sek voru eftir af leiknum.
Annar leikurinn var gegn Viktor. Þar náðu FÍBL-in ágætis spili á köflum en voru óheppin að skora ekki. FÍBL-in voru hálf sofandi í vörninni og fengu á sig ódýr mörk. Lokatölur 5-0 fyrir Viktor.
Þriðji og síðasti leikurinn var á móti Bændaskólanum á Hvanneyri. Bændurnir sem voru með gríðarlega sterkt lið áttu ekki roð í FÍBL og voru leiknir sundur og saman, út og suður og norður og niður. Sóknarleikurinn var í hávegum hafður og gleymdu menn stundum að bakka í vörnina en það kom ekki að sök því Víkingur Nagli skellti í lás í markinu. Natural talent þar á ferð. Eitt glæsilegasta mark mótsins var einmitt í þessum leik og var það sýnt í Helgarsportinu í kvöld. Þátturinn verður endursýndur á morgun kl. 15:55. Lokatölur 9-0 fyrir FÍBL.
Babylon vann riðilinn, Viktor endaði í öðru sæti, FÍBL í þriðja og Hvanneyri í fjórða og neðsta sæti. Babylon og Viktor komust því í undanúrslit. Fregnir herma að þau hafi bæði unnið sína leiki þar og því mæst aftur í úrslitaleiknum sem Viktor vann 1-0.
Nú þurfum við bara að vera dugleg að mæta á æfingar og þá ættum við að geta unnið hvaða lið sem er á næsta móti.
Takk fyrir gott mót og lengi lifi Bandý-Bjössi,
Captain B.B. King