Pulsusalarnir og Vélmennin

föstudagur, september 30, 2005

Klukkið hennar Hiddu

Hér eru tilgangslausu staðreyndirnar mínar:

  1. Ég er í blóðflokki A+ og hef gefið blóð tvisvar.
  2. Ég átti að heita Hildigunnur Halldóra Anna en þegar mamma og pabbi mættu með mig til skírnar þá fannst prestinum þetta alltof langt nafn og neitaði að skíra mig Anna. Þar af leiðandi heiti ég bara Hildigunnur Halldóra Hallgrímsdóttir Thorsteinsson.
  3. Þegar ég var lítil ætlaði ég að vera bóndi í Noregi eða Svíþjóð og rækta hunda, hesta, ketti og ávexti. Ég held að það verði ekkert úr þessum draumi mínum. Ekki nóg með að ég viti ekkert um svona ræktun þá er Óli Steinn með ofnæmi fyrir hundum, hestum og köttum þannig að þetta er eiginlega lost case.
  4. Ég lærði einu sinni á harmonikku. Þegar ég var ca 11 og bjó í LA þá kom auglýsing heim sem auglýsti kennslu á "Keyboard". Ég skráði mig á námskeiðið og bjóst við að fá kennslu á hljómborð en neeeiii. Þegar ég og mamma mættum í fyrsta tímann - sem by the way var lengst inn í Hispanic innflytjanda hverfi í LA - þá kom í ljós að um var að ræða harmonikkukennslu. Námið varði þó ekki lengi því ég fékk að hætta eftir nokkra tíma.
  5. Oftast þegar ég er úti á gangi - sem er frekar oft því við eigum engan bíl - þá er ég í leiknum "Má ekki koma við strik". Ég er samt mjög góð í að fela það þegar ég er í leiknum þannig að ég efast um að aðrir vegfarendur taki eftir þessum einkennilega vana mínum.

Ég klukka Adda Hjartars og Möggu