Ég fékk allsérstaka símhringingu í dag frá dömu í Sagafilm. Hún var að spyrja hvort ég gæti komið í prufu vegna e-s Bachelor þætti sem sem á að fara í gang. Ég kom alveg af fjöllum og spurði hana hvort hún væri að gera grín. Hún sagði svo ekki vera og sendi mér umsóknina hálf svekkt yfir því að ég vildi ekki mæta.
Ég er nokkuð viss um að e-r innan þessa hóps hafi gert þennan skondna hrekk og ætla að birta umsóknina.
From: Hera Ólafsdóttir [mailto:hera@sagafilm.is]
Sent: 9. ágúst 2005 10:04
To: jam@hi.is
Subject: umsókn Bachelor
Date :06.08.2005
Gender :male
Nafn:Jón Atli Magnússon
Heimilisfang:Heiðarbrún 2
Póstnúmer:415
Bæjarfélag:Bolungarvík
Heimasími:Vinnusími: Farsími:8679668
Fax:Netfang:jam@hi.is
Fæðingardagur: 080379
Aldur:25
Hæð: 180
Þyngd: 78
Háralitur: dökkur
Augnlitur: blár
Hvernig fréttir þú af leitinni?Utvarp
on
Sjónvarp
Tímarit/dagblöð
Annað, útskýrðu
Ertu þessa stundina: í fullri vinnu
atvinnulaus
í hlutastarfi
nemi
on
Starfsheiti: Nemi
Hver er menntun þín? Mjög góð
Prófgráður: Er að klára vélaverkfræði
Skólar: Tel bara upp þann sem ég er að klára Háskóli Íslands
Hefurðu komið fram í sjónvarpi, útvarpi eða í kvikmyndum? Ja
Ef já, útskýrðu þá stuttlega með hvaða hætti:Ísland í dag, þáttur um uppfinningar í vélaverkfræði, var dálítið ruglingslegur því ég var búinn að vaka alla nóttina að vinna að verkefninu en ég er samt sem áður alvöru sjarmör :)
Hefurðu tekið þátt í leiklistar eða dansnámskeiðum? Nei
Hefurðu verið giftur? Nei
Ef svarið er já, hve oft?
Hefurðu skilið? Nei
Ef svarið er já, hve oft?
Áttu börn? Nei
Ef svarið er já, hve mörg?
Ertu alvarlega að íhuga að gifta þig? Ja
Útskýrðu hvers vegna þú getur hugsað þér að kynnast lífsförunauti þínum í þessum sjónvarpsþætti?Ég er búinn að þekkja margar dömur í gegnum tíðina, en aldrei fundið þessa tilfinnigu sem fær menn til að staldra við og spyrja sig "Er þessi sú rétta til að eyða ævinni með? ". Nú er kominn sá kafli í lífiinu að ég fari að staldra við og finni þá réttu fyrir mig. Ég hef fulla trú á því að þessi þáttur sé rétti vettvangurinn til að finna þá einu sönnu og vona þvi að ég verði valinn.
Hvað hefurðu verið í mörgum alvarlegum samböndum?1
Hver er helsta ástæða þess að sambandið/samböndin gengu ekki upp?Það er engin ein skýring en í þessu tilfelli var ástæðan sú að við komust að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að við pössuðum ekki saman svo ekki sé farið nánar út í það.
Hvar ólstu upp? Bolungarvík
Hver eru helstu áhugamál þín?Útivist, sport, fjármál, menning, tónlist og fleira.
Nefndu helstu kosti þína og galla:Kostir: Rómantískur, sjálfstæður, einlægur, heiðarlegur og orðheldin. Auk þess sakar ekki að fyrri rekkjunautar hafa lýst mér góðum í bólinu. Gallar: Fyrir mig að vita og hina einu sönnu að komast að.
Hvaða þrjú lýsingarorð lýsa þér best?Jákvæður, fyndinn, heiðarlegur og svo lengi mætti telja
Hverju ertu stoltastur af í lífinu?Árangri mínu í lífinu. Ég hef gert mitt besta og það er ekki hægt að gera betur en það.
Hvað gerir þig að frábærum eiginmanni?All of the above.
Hvað gerir þig hæfastan til þess að verða eftirsóttasti piparsveinn Íslands ?Ég er ekki Logi Bergmann þannig ég er samkvæmt könnunum ekki kynþokkafyllsti landsins en miðað við sem stendur sem hér fyrir ofan og sést hefur á myndum stenst ég þær kröfur by far.
Greinilegt er að einhver hefur lagt mikla vinnu í þetta og á hrós skilið fyrir góðan hrekk.
mbk, Jón Atli