Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, október 04, 2005

Klukkið hans Þorsteins

1. Helsta átrúnaðargoð mitt var alltaf Magnús Scheving og er það ábyggilega eini maðurinn sem ég á eiginhandaráritun með, ég stefndi alltaf á að vera eins og hann og hefur það ekki alveg gengið eftir eins og sést.

2. Þegar ég var yngri þá safnaði ég skordýrum með Grétari úr Hlíðunum sem örugglega nokkur af ykkur kannast við. Við urðum hins vegar fljótt leiðir á að safna og fórum því að setja skordýr í umslög og inn um bréfalúguna hjá fólki, við settum líka skordýr í þvottinn hjá fólki og ég er ekki frá því að nokkur íslandsmet í 100m hafi verið sett í þessum aldursflokki þetta árið.

3. Ég hef einu sinni sett í þvottavél í lífinu og verð ábyggilega ekki settur í það í bráðinni hér heima.

4. Ég og bróðir minn vorum miklir grallarar þegar við vorum yngri, við fengum eitt sinn að fara einir út með golfkylfu þegar við vorum í sumarbústaðaferð með fjölskyldunni, það reyndist ekki mjög góð hugmynd. Við byrjuðum reyndar á að fara í berjamó þar sem eyrun á mér voru troðin út af berjum og síðan fórum við í golf þar sem ég fékk golfkylfuna í hausinn í fyrsta höggi, sem var reyndar ágætt því mér var orðið ansi illt í eyrunum. Ég mæli ekki með berjum upp í eyru ég held að það sé betra að fá gofkylfu í hausinn svo ef þið þurfið að velja takið þá golfkylfuna.

5. Ég þoli ekki þegar ég er í klippingu og sá sem klippir mig fer að brydda upp á einhverjum samræðum bara til að segja eitthvað, fór t.d. til sömu hárgreiðsludömunnar 3 í röð áður en ég gafst upp á að heyra um að sonur hennar hefði tekið þátt í idol og heyra hana lýsa einhverri eðlisfræðitilraun sem hún tók í grunnskóla sem hún hélt að ég hefði áhuga á því ég var í verkfræði.

Ég klukka að sjálfsögðu Jón Atla og Sigga sambucca(aka kalkúnninn, aka geddusnyrtirinn, aka siggi gítar, aka s.afi)