Pulsusalarnir og Vélmennin

laugardagur, október 01, 2005

Klukkið hans Adda Hjartar

Fimm tilgangslausar staðreyndir:
  1. Ég þoli ekki appelsínudjús eins og hann kemur úr fernunni. Ég verð að þynna hann með vatni, annars finnst mér eins og ég sé að drekka sýru.
  2. Ég fékk aldrei körfuboltaæðið þegar það gekk yfir ísland. Hinsvegar fékk ég nett Turtlesæði eftir að hafa séð turtles 1. Hápunkti æðisins var náð þegar ég sannfærði vini mína og aðra krakka í hverfinu um að stofna leynifélagið "Turtles".
  3. Eina skiptið sem ég man eftir að hafa gert mikla uppreisn gegn foreldrum mínum var þegar ég ákvað 5-6 ára gamall að ég ætlaði að vera KR-ingur. Það stóð ekki yfir lengi sem betur fer... Áfram Valur!
  4. Eitt helsta markmið mitt í lífinu er að geta hreyft eyrun. Ef ég sést einhverntíman stara út í loftið, að því er virðist í djúpri hugsun, þá er ég bókað að reyna að hreyfa eyrun... Það hefur ekki gengið ennþá.
  5. Þegar ég var lítill safnaði ég allskonar málmdrasli sem varð á vegi mínum. Vasarnir á úlpunni minni voru alltaf fullir af skrúfum,nöglum, skinnum osfrv. Planið var alltaf að byggja einhverskonar ofurvél þegar ég hafði nóg af dóti og í herberginu mínu átti ég kassa fulla af ýmiskonar "íhlutum" í vélina... Mér hefur verið lýst sem óvenju skítugu barni á þessum tíma.

Ég klukka Begga, eða B.B. King eins og hann vill láta kalla sig þessa dagana og Þórhildi.