Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, október 03, 2005

Klukkið hennar Þórhildur

1. Ég mátti ekki fá barbídúkkur þegar ég var lítil, mamma mín var á móti þeim, fyrstu barbídúkkuna fékk ég í sex ára afmælisgjöf. Þá var mamma búin að gefast upp, svo í framhaldinu eignaðist ég tvo Ken og tvö barbíbörn svo þetta var frekar afbrigðileg barbífjölskylda.

2. Ég horfi lítið á sjónvarp, sérstaklega á svona seríur. Ég hef ekki séð nema kannski svona 10 þætti af sex and the city og örlítið fleiri af friends. Ég veit að sumum finnst það jaðra við glæp!!

3. Ég átti heima í danmörku þegar ég var lítil og það eina sem ég man eftir því er þegar köttur kom inn til okkar og fór upp í rúmið mitt. Ég varð ótrúlega hrædd, mér hefur síðan aldrei líkað sérlega vel við ketti eða bara hvaða gæludýr sem er, reyndar fyrir utan kanínuna sem við eigum núna.

4. Ég hef úrið á hægri hendi, veit ekki af hverju. Ætli ég hafi ekki bara sett fyrsta úrið mitt á hægri hendi og það hafi verið þar síðan.

5. Ég elska að skó og töskur. Þó sérstaklega skó og á ég þó nokkur pör. Ég kaupi samt ekkert rosalega oft skó en ég á þá yfirleitt mjög lengi.

Ég klukka Þorstein og Adda Inga

Kv Þórhildur