Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, október 03, 2005

Klukkið hennar Möggu

1. Á hinu mikla NBA körfuboltaskeiði (1993) tók Magga litla auðvitað þátt í körfubolta á hverju kvöldi með krökkunum í hverfinu. Hún varð fljótlega þekkt sem Rodmann þar sem mikil harka og mikil þrjóska einkenndi leik hennar.

2. Magga var með þeim fyrstu sem fékk Nintendo leikjatölvu við mikla öfund vina hennar. Hún hefur klárað allar útgáfur af Super Mario Bros!

3. Daman er svo gleymin að mögulegt væri að hún gleymdi hvað hún héti ef það stæði ekki á skilríkjunum. Hún fékk það hlutverk í grunnskóla að vera kladdavörður þ.e. sjá til þess að kladdinn fylgdi bekknum í hin ýmsu fög í mismunandi stofum. Skemmst er frá því að segja að hún missti alltaf af fyrstu fimm mín. hvers tíma þar sem hún þurfti að hlaupa og ná í kladdann þar sem hann gleymdist.

4. Magga er líka mikill klaufi. Ekki líður sá dagur sem hún rekur sig ekki í dyrakarma, borð, hillur, bíla eða tekst að hrasa eða skráma sig á annan hátt. Af þessum sökum er hún alsett litlum örum og er ætið með slatta af skráum og marblettum.

5. Hún keypti sinn fyrsta bíl 3 mánuðum áður en hún fékk bílpróf en lét bara kallinn keyra.
Nú hefur hún átt samtals 3: Peugot, blár (árg. ´89), Clio, gulur (árg. ´01) og Focus, grænn (árg. ´03).

Síðan vil ég lýsa ánægju minni með þetta þar sem ýmis sérviska mín er greinilega ekki einstök, t.d. með stafsetningu og appelsínudjús :)

Ég klukka Ásdísi og Sif.