Pulsusalarnir og Vélmennin

mánudagur, október 03, 2005

Klukkið hans Bergs

1. Ég er með bíladellu á nokkuð háu stigi, en ek samt ennþá um á fyrsta og eina bílnum sem ég hef átt, ef bíl skyldi kalla. Hef reyndar átt tvo vélsleða.

2. Á Íslandsmeistaramótinu í fótbolta í 5. flokki (11-12 ára) á Laugavatni var keppt í knattleikni. Ég lenti í öðru sæti af nokkur hundruð gaurum. Ég æfði mark en var, þó ég segi sjálfur frá, ansi teknískur, gat t.d. haldið á lofti 250 sinnum og skallað 30 sinnum. Þetta sama sumar var ég valinn efnilegastur í 5. flokki karla hjá KA. Að sjálfsögðu tók ég þá lógísku ákvörðun að hætta á toppnum og hef ekki mætt á æfingu eftir þetta glæsta sumar. Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það er ansi djúpt á þessari knattleikni í dag.

3. Ég nota skó númer 41.

4. Í fyrsta skipti sem ég fór í bíó sá ég Kærleiksbirnina. Það er stutt síðan ég hætti að fá martraðir eftir þessa hræðilegu lífsreynslu, vondi karlinn var scary kvikindi!

5. Ég veit um fátt betra en að sofa og á það til að sofna á ólíklegustu stöðum. Ég snúsa alltaf a.m.k. 3svar sinnum áður en ég fer á fætur og sofna yfirleitt á milli snúsa. Ég á mjög auðvelt með að sofa í flugvélum og bílum ef ég er ekki að keyra. Ég hef reyndar einu sinni dottað á vélsleða í kolsvarta myrkri og brjáluðu veðri uppi á Vatnajökli eftir 5 daga langan túr og mikinn akstur. Ég sofnaði í bíó á Star Wars: Episode III í sjúklega flottu bíói á Times Square. Hrökk síðan upp í miðju hasaratriði við það að Star Wars fanið Arnar Hjartarson gaf mér olnbogaskot í síðuna.

Ég klukka Davíð Þór Magnússon og Örnu Lind. Að lokum vil ég minna á Bandýið annað kvöld og legg til að Bandý verði hér eftir alltaf skrifað með stóru Béi.