Fimman
Jæja, þá get ég loksins bloggað. Þetta er búið að vera mikið vesen en Bretarnir eru með XC230 kerfið svo að ég þurfti að tengja framhjá til að komast inn á XP220 kerfið sem við erum með heima. Vonandi að eftirlitið fyrirgefi manni. Hér koma 5 gullmolar um mig.
Í fjölskyldunni minni er ég alltaf kallaður Jonni.
Þegar ég var 6 ára æfði ég samkvæmisdans. Ég var orðinn virkilega fær í cha cha cha og fugladansinum en þá tók fótboltinn yfir líf mitt. Á þessu danstímabili var ég alltaf klæddur í rúllukragabol og með greitt til hliðar
Ég hef tvisvar verið látinn bíta í sápu. Þegar ég var yngri fannst foreldrum mínum orðbragð mitt ekki sæma fjölskyldunni og brugðu því á það ráð að neyða mig til að jampla á sápustykki. Tunguþvotturinn tókst ekki alveg í fyrra skiptið en ég snarhætti að blóta eftir það síðara.
Þegar ég var í Grandaskóla kom það fyrir að móðir mín þurfti að sitja með mér í tímum. Hún fékk þá stól aftast í kennslustofunni og var svo með mér í frímínútum. Þetta var gert til að koma í veg fyrir slæma hegðun mína en eins og oft áður þá lærði ég ekki af reynslunni og þurfti mamma að koma nokkrum sinnum í skólann með mér.
Ég hef spjallað við Gittu Haukdal. Man reyndar ekki alveg um hvað en Coolio hlýtur að muna það.
Ég er svo að hugsa um að klukka íslenska víkinginn Sven og Dabba Örn.
Friðarkveðjur
Sigurjón
Í fjölskyldunni minni er ég alltaf kallaður Jonni.
Þegar ég var 6 ára æfði ég samkvæmisdans. Ég var orðinn virkilega fær í cha cha cha og fugladansinum en þá tók fótboltinn yfir líf mitt. Á þessu danstímabili var ég alltaf klæddur í rúllukragabol og með greitt til hliðar
Ég hef tvisvar verið látinn bíta í sápu. Þegar ég var yngri fannst foreldrum mínum orðbragð mitt ekki sæma fjölskyldunni og brugðu því á það ráð að neyða mig til að jampla á sápustykki. Tunguþvotturinn tókst ekki alveg í fyrra skiptið en ég snarhætti að blóta eftir það síðara.
Þegar ég var í Grandaskóla kom það fyrir að móðir mín þurfti að sitja með mér í tímum. Hún fékk þá stól aftast í kennslustofunni og var svo með mér í frímínútum. Þetta var gert til að koma í veg fyrir slæma hegðun mína en eins og oft áður þá lærði ég ekki af reynslunni og þurfti mamma að koma nokkrum sinnum í skólann með mér.
Ég hef spjallað við Gittu Haukdal. Man reyndar ekki alveg um hvað en Coolio hlýtur að muna það.
Ég er svo að hugsa um að klukka íslenska víkinginn Sven og Dabba Örn.
Friðarkveðjur
Sigurjón