Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, október 11, 2005

Klukkið hans Sigurðar, S.afa, Geddusnyrtis, Sigga gítars, Kalkúns o.m.fl

1. Ég safnaði eggjum á mínum yngri árum og á stórt eggjasafn heima. Hef nú ekki bætt neinu í safnið síðustu 7-8 árin en það býður betri tíma að halda áfram með þetta og ná markmiðinu sem er að eiga egg frá öllum íslensku fuglunum.
2. Ég er með boltafælni á háu stigi. Hef aldrei nennt að spila neinar íþróttir þar sem boltar koma við sögu. Ég gerði eitt sinn heiðarlega tilraun til að fá einhvern áhuga á þessu og fór að spila fótbolta. Þetta varð ekki langur ferill og fara engar frægðarsögur af honum. Ég reyndi svo aftur þegar ég fluttu í bæinn en þá í handbolta sá ferill varð enn þá styttri. Hef ég haldið mig frá tuðru íþróttum síðan
3. Ég er veiðisjúkur, ég er svo veiðisjúkur að ég myndi missa af mínu eigin brúðkaupi ef það væri von á góðu morgunflugi einhversstaðar. Mér finnst að það eigi allir að vorkenna mér því nú er rjúpan að byrja og ég missi af öllu gamaninu.
4. Ég hef nú aldrei fengið ber upp í eyrun en ég tók einu sinni chilli pipar í nefið, af hverju verðu ekki útskýrt hér. Mæli ekki með því nema þið hafið gaman af því að hnerra ég hætti nefnilega ekki að hnerra fyrr en hvert einasta snifsi var komið út og það tók dágóða stund.
5. Ég þoli ekki ameríska yfirborðs kurteisi. Af hverju þarf einhver maður sem ég hef aldrei séð og mun aldrei sjá aftur að spyrja mig hvernig ég hafi það þegar ég tek sömu lyftu og hann. Getur einhver sagt mér það.


Ég klukka Gunna B, og Ásdísi