Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, júní 21, 2006

Á að æfa Bandý í sumar?

Daginn
Eins og Beggi póstaði hérna um daginn býðst okkur að mæta á bandýæfingar með Barbý í sumar. ( eða bandífélagi Kópavogs, eins og það heitir í dag) Ég er búinn að mæta á tvær stórfínar æfingar en ekki séð sálu sem ég kannaðist við. Því kemur spurning dagsins...

Ætla menn að mæta á æfingar hjá BK í sumar, og ef svo er, hvaða dag vikunnar á að mæta?

Kveðja
Davíð Örn

föstudagur, júní 09, 2006

Dabbi i frettunum?

Er thetta okkar madur i munchen, tharna fyrir midju?

Tekid af: http://www.mbl.is/mm/sport/frett.html?nid=1206540.

Kvedja

Addi H

fimmtudagur, júní 01, 2006

Halló öllsömul

Jæja... nú er kominn júní og flestir "útlendingar" á leiðinni ef ekki komnir til landsins. Mig langar því að stinga upp á því að einhver af fullorðna fólkinu í hópnum sem býr ekki heima hjá pabba sínum og mömmu lengur haldi smá get-together. Þar sem ég verð því miður að flokkast undir ungabörnin í hópnum get ég ekki boðið mig fram.
En ég verð að segja það að það er allt of langt síðan við hittumst öll síðast... það er amk mín skoðun.

Nú er bara að sjá hver er fyrstur til að bjóða sig fram ;)

Kveðja,
Arna