Pulsusalarnir og Vélmennin

þriðjudagur, maí 30, 2006

Bandý

Sælar!

Þá er komið að síðasta en vonandi ekki sísta Bandýtíma vetrarins. Eins og áður verður tíminn í Fífunni í kvöld kl. 22. Þeir allra hörðustu geta svo spilað Bandý í sumar með Bandýfélagi Kópavogs, aka Barbie. Upplýsingar um það má finna á www.bandybarbie.blogspot.com.

Takk fyrir veturinn og gleðilegt Bandý-sumar,

BB

þriðjudagur, maí 23, 2006

Bandý

Sælar!

Næst síðasti Bandýtíminn í bili er í Fífunni í kvöld kl. 22.

BB

þriðjudagur, maí 16, 2006

Bandý

Jæja, þá er komið að stundinni sem við höfum öll beðið eftir. Bandý í Fífunni kl. 22. Við þurfum síðan að fara að ræða framtíð Bandýsins, þ.e.a.s. hvernig við ætlum að hafa þetta í sumar. Spurningin er hvort það sé grundvöllur fyrir því að halda áfram með þessa tíma eða hvort við eigum að færa okkur yfir í tímana með Barby (liðið hans Oddgeirs, formanns Bandýsambands ÍSÍ). Það er búið að bjóða okkur velkomin þangað.

Hugleiðið þetta,
BB

miðvikudagur, maí 10, 2006

Skemmtun í miðri viku...

Sæl öll sömul,

Endilega prófið þennan leik hér fyrir neðan. Hann er afar skemmtilegur og léttir lund.

How Smart Is Your Right Foot?

This is so funny that it will boggle your mind. And, you will keep
trying it at least 50 more times to see if you can outsmart your foot.
But you can't!!!

1. While sitting at your desk, lift your right foot off the floor and
make clockwise circles with it.

2. Now, while doing this, draw the number "6" in the air with your
right hand.. Your foot will change direction!!!


I told you so... And there is nothing you can do about it.

Kær kveðja,
Hidda

þriðjudagur, maí 09, 2006

Bandý

Sælar!

Nokkuð hefur borið á skilningsleysi nokkurra aðila sem búsettir eru erlendis að undanförnu gangnvart Bandýinu. Þeir virðast ekki átta sig á mikilvægi Bandýsins til að þjappa saman okkar annars sundurleita bekk. Ég lít á það sem hlutverk mitt sem formaður FÍBL í fjarveru Bandý-Bjössa að halda uppi heiðri þessarar göfugu íþróttar. Einn þáttur þessa annars vanmetna og vanþakkláta starfs er að auglýsa Bandýtímana hér á síðunni hvort heldur sem menn skrá sig í þá eða ekki. Mætingin er reyndar oftast mun betri en skráningin gefur til kynna.

Einnig hefur verið beðið um slúður af skerinu en ekki ætla ég að skipta mér af því, til þess eru ýmsir aðilar betur fallnir en ég.

Annars er það bara Fífan kl. 22.

BB

þriðjudagur, maí 02, 2006

Bandý

Fífan kl.22.

BB