Bara allt að gerast hérna, þrjú ný blogg. Allaveganna þá var ég að pæla, ef við ætlum að hafa hitting um jólin þá þarf að fara að negla niður dagsetningu og hvað eigi að gera. Ég var eitthvað að ræða um þetta við Hiddu og ein hugmynd sem okkur datt í hug er að við myndum fara á skemmtistað, svosem hressó eða hverfis eða eitthvað, bara þannig að allir komist og geti verið saman og kanski reyna að fá eitthvað tilboð á barnum. Þannig að hugmyndin er basically að gera pínu djamm úr hittingnum. Ég tel að það gæti verið gaman.
Þannig að það sem þarf að gera er að koma með hugmyndir að dagsetningum sem gætu gengið og eins og ég sé það þá er það líklega milli jóla og nýárs því mikið af DTU krökkunum fara út 2. janúar.
Hvernig líst fólki almennt á þessa hugmynd og hvaða dagsetning gæti komið til greina, mengið er (26-30 des)? Go wild í kommentakerfinu.
Og eitt að lokum, hver getur tekið það að sér að tala við stað ef við gerum þetta, segir sig eiginlega sjálft að það þarf að vera einhver sem er heima?
Lifið heil og gangi ykkur vel í prófum, ef þið eruð í slíku.
kv.,
Óttar