Pulsusalarnir og Vélmennin

laugardagur, desember 24, 2005

Gleðileg jól !

Þar sem ég er nú klukkutíma á undan þá vaknaði ég sko snemma í morgun til þess að senda þessa jólakveðju. Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Jólakortin ykkar eru í pósti á leiðinni frá Svíþjóð ( en þau gætu týnst, hreindýrin hafa verið óáreiðanleg nú nýverið )

Jólakveðja
Einar Eiðs.

fimmtudagur, desember 22, 2005

Kaffibarinn 30. des. kl 21

Heil og Sæl nær og fjær,

Þá er það ákveðið. Við ætlum að fjölmenna á Kaffibarinn 30. desember kl 21. Tilgangurinn er að hittast, rifja upp gömul kynni og halda uppi góðum drykkjuhæfileikum bekkjarins.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest
Þið eruð svo skemmtileg

Jólakveðja,
Hidda

föstudagur, desember 16, 2005

Jólagjöfin í ár er komin í hús.

Jæja krakkar þá er ég búin að leggja inn á alla sem voru á listanum hans Einars. Njótið vel...

Kveðja,
Jólasveinka

fimmtudagur, desember 15, 2005

Verkfræðileg matargerð


Rakst á skemmtlega síðu í einni af mörgum vefpásum dagsins, merkilegt hvað þeim [netpásunum] fjölgar þegar maður er í prófum. En allavega, síðan heitir http://www.cookingforengineers.com/ og kemur með skemmtilegan vinkil á matargerð. Sér í lagi "Uppskiftarfylkið" (e. Recipe Card) sem segir til um í hvaða röð og hvernig á að framkvæma hlutina, dr. Helgi Þór Ingason yrði örugglega stolltur af þessari uppsetningu.


Læt fylgja með uppskriftarfylki fyrir matreiðslu kalkúns...
http://www.cookingforengineers.com/article.php?id=74&TRN

Góðar stundir ISÞ

þriðjudagur, desember 13, 2005

Bandý

Nú er komið að síðustu Bandýæfingunni fyrir jól. Fífan kl. 22.

BB

laugardagur, desember 10, 2005

Jólagjöfin í ár...

...er á leiðinni. Krónur 4.083 á haus fyrir hvern þann sem var með fullan hlut í sjoppunni. Peningurinn er kominn til Hiddu sem er (vonandi enn) með öll reikningsnúmerin ykkar. Annars bara gleðileg jól frá..., já bara ykkur sjálfum því þið unnuð fyrir þessu.

Með bestu kveðju
Einar

þriðjudagur, desember 06, 2005

Bandý

Þá er komið að næstsíðustu Bandýæfingunni fyrir jól. Ég hvet alla til að mæta og hrista af sér spikið fyrir jólaátið. Sjáumst kl. 22.

BB

sunnudagur, desember 04, 2005

Hittingur um jólin

Bara allt að gerast hérna, þrjú ný blogg. Allaveganna þá var ég að pæla, ef við ætlum að hafa hitting um jólin þá þarf að fara að negla niður dagsetningu og hvað eigi að gera. Ég var eitthvað að ræða um þetta við Hiddu og ein hugmynd sem okkur datt í hug er að við myndum fara á skemmtistað, svosem hressó eða hverfis eða eitthvað, bara þannig að allir komist og geti verið saman og kanski reyna að fá eitthvað tilboð á barnum. Þannig að hugmyndin er basically að gera pínu djamm úr hittingnum. Ég tel að það gæti verið gaman.
Þannig að það sem þarf að gera er að koma með hugmyndir að dagsetningum sem gætu gengið og eins og ég sé það þá er það líklega milli jóla og nýárs því mikið af DTU krökkunum fara út 2. janúar.
Hvernig líst fólki almennt á þessa hugmynd og hvaða dagsetning gæti komið til greina, mengið er (26-30 des)? Go wild í kommentakerfinu.

Og eitt að lokum, hver getur tekið það að sér að tala við stað ef við gerum þetta, segir sig eiginlega sjálft að það þarf að vera einhver sem er heima?

Lifið heil og gangi ykkur vel í prófum, ef þið eruð í slíku.

kv.,
Óttar

laugardagur, desember 03, 2005

Money money money...

Hey usa-farar. Það er búið að gera upp sjoppuna og koma um 94.000 krónur í okkar hlut sem gera eitthvað um 4000 kall á haus. Finnst fólki að við eigum að borga þetta út eða eigum við að setja þetta í að búa til eitthvað reunion party, sem er ein hugmynd ??

Hönnunarkeppnin 2006


Langar bara að minna á áhugasama á hönnunarkeppnina 2006 http://velnem.hi.is/honnunarkeppni. Spennandi keppni í vændum.
En hvernig leggst annars 25 punkta hækkun stýrivaxta í ykkur:) bara að brydda upp á umræðuefni. //Góðar stundir