
Það var hart tekið á því í Bandýinu í gærkveldi. Svo hart var barist að hr Svalur slasaðist á auga með þeim afleiðingum að glóðurauga myndaðist. Kappinn fékk kælingu og var mættur galvaskur inn á völlinn eftir stutt stopp utan vallar.
Það hefur hins vegar ekkert spurst til hans í dag og menn farnir að óttast að glóðuraugað hafi haft meiri áhrif en í fyrstu var talið.