Pulsusalarnir og Vélmennin

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Dautt?


Hvað segiru, er síðan að deyja? Kannski maður hendi þá nokkrum molum fram.
Hér er snilld. Gaman að vera, nóg að gerast og veturinn að detta inn, sem þýðir að það styttist í fyrstu skíðaferð vetrarins, enda Alparnir í augsýn héðan frá München, og ekki nema klukkutíma rúntur í brekkurnar.

Námið er snilld, flugvélaverkfræði við TU-München, MS nám upp á 2.5 ár, kannski meira í framhaldinu. Ég er að læra allt um flugvélar, það helsta er:
Hönnun og útreikningar vængja, virkni flugvéla, flugvélahreyflar, hönnun flugvéla, navigation flugvéla, bestun, stjórnun, herflugvélar, þyrlur, stýrikerfi flugvéla, flugkerfi o.s.frv.
Ofan á þetta bætast svo verklegir kúrsar eins og: Notkun og virkni Flight Simulators, flugvélamódel í loftgöngum, flugumferðarstjórnun, hönnun flugvéla með tölvum o.fl.
Í lokin koma svo tvö verkefni sem þarf að verja, annars vegar misserisverkefni sem uþb hálft MS verkefni og svo MS verkefnið sjálft.

Annars er gaman að minnast á það, að innan skólans er matvælafræðideild með rannsóknarstofu og þar fer fram bruggun í stórum stíl, og er afurðin seld á almennum markaði (bjórinn heitir Weihenstephan) og get ég ekki annað en mælt með bjórnum... ;)

Kv.
Davíð Þór Tryggvason